Myndin fjallar um hljómsveit í Gíneu, þar sem allir meðlimir eru flóttamenn frá Sierra Leone, en þar geisaði borgarastyrjöld frá 1999-2002. Þau hafa öll lent í miklum hremmingum, misst fjölskyldumeðlimi, útlimi og í raun flest sem þau áttu. Einn meðlimur hafði meira að segja þurft að berja sitt eigið barn til bana, annars hefði hann verið drepinn og líklegast barnið hans líka. Mér fannst það frekar mikið ógeðslegt, og get í raun ekki alveg gert mér grein fyrir því hversu hræðilegt það er. Þau eru jafn ólík og þau eru mörg en eru tengd sterkum böndum og eiga það sameiginlegt að vilja gera tónlist og vilja breiða hana út til fólksins síns í flóttamannabúðum til að fá þau til að hugsa um eitthvað annað en stríðið og hræðilegar aðstæður þeirra. Einn meðlimur sagði einmitt að þegar hann væri að spila tónlist, tæmdist hugurinn og hann gleymdi stríðinu í bili. Einn meðlimur hljómsveitarinnar, Black-Nature, er líklega á aldur við mig og mér fannst mjög áhugavert að sjá einhvern á mínum aldri í þessarið aðstöðu, af því að ég get kannski mest samsvarað mig honum. Mér fannst þetta mjög áhugaverð mynd, og flott hvernig hún fjallaði ekki beint um stríðið en kom samt fullt inn á það í gegnum hljómsveitina. Þau voru skemmtilegir karakterar og gaman að fylgjast með þeim.
Kids + Money
Þessi fjallaði um krakka og unglinga í L.A. og viðhorf þeirra til peninga, og veraldlegra eigna. Þau voru bæði fátæk, rík og mitt á milli. Flest þeirra voru á þeirri skoðun að það skipti miklu máli að vera í réttu fötunum og versla í réttu búðunum til að öðlast viðurkenningu annara í skólanum. Þau sögðu að á göngunum í skólanum væru þau "skönnuð" af öðrum nemendum og ef þau væru ekki rétt klædd væri litið á þau með fyrirlitningar svip og líklega hefði þetta áhrif á félagslíf þeirra. Sum þeirra eyddu kannski 80.000 kr í föt á mánuði, en voru í vinnu og unnu fyrir þessari eyðslu, á meðan öðrum fannst sjálfsagt að foreldrar þeirra borguðu öll þessi föt og allt það, jafnvel þó svo að þeir hefðu eiginlega ekki efni á því. Ein stelpan var algjör frekja og leiðinleg, og fannst hún vera með feit læri og eitthvað þó svo að hún væri sjúklega mjó og hún var bara 11 ára eða eitthvað fáránlegt. Hún átti yfir 30 pör af gallabuxum, og hún og systir hennar skömmuðust sín fyrir mömmu sína af því að hún var ekki í kjörþyngd og sjúklega falleg og í geðveikt flottum merkjavörufötum, og mömmunni leið illa yfir því, sem er frekar fáránlegt. Þessi mynd var líka áhugaverð og skrýtið að sjá hvað sumir eru veruleikafirrtir.
Pirrandi stelpan og systir hennar
Please Vote for Me
Þessi var kannski frekar langdregin, en samt áhugaverð. Hún fjallaði um bekk í grunnskóla í Kína, held að krakkarnir hafi kannski verið 7-9 ára, þar sem átti að kjósa bekkjarráðsmann með lýðræðislegri kosningu og þremur frambjóðendum, einni stelpu og tveimur strákum. Þau héldu ræður og það var hæfileikakeppni og þau spurðu líka hvert annað spurninga um hvernig þau myndu stjórna og fleira. Foreldrar þeirra hjálpuðu þeim mikið í kosningabaráttunni og komu með alls konar "trick" til að láta þau fá fleiri atkvæði og undir lokin var þetta farið að verða eins og alvöru kosningar, þar sem lygar, svik, mútur, niðurlæging og fleira koma í ljós. Að lokum vann strákurinn sem mútaði bekknum mest, en hann gaf þeim einhverja gjöf og ókeypis ferð í einhverri lest eða eitthvað svoleiðis. Hann var frekar strangur en mér líkaði einhvern veginn best við hann af því að hann sagði að hann vildi að krakkarnir hugsuðu fyrir sig sjálf en létu ekki aðra segja sér hvað þau ættu að gera, á meðan hinn strákurinn vildi stjórna þeim. Sá strákur minnti mig pínu á gamlan, spilltan stjórnmálamann. Stelpan var svo frekar saklaus eitthvað, bjó hjá einstæðri móður og það var gefið í skyn að hún fengi ekki jafn mikla hjálp heima í kosningabaráttunni út af því.
Ágæt færsla. 6 stig + mæting.
ReplyDeleteVarðandi Please Vote for Me, þá las ég viðtal við leikstjórann þar sem var gefið í skyn að það væri mjög mismunandi hverjum áhorfendur héldu með, og jafnvel að það væri algengara að fólk héldi með feita stráknum. Ég skildi það ekki alveg. Ég er sammála þér og hélt með hinum stráknum. Ef hann gerði eitthvað óheiðarlegt var það alltaf að undirlagi foreldranna (sem voru nota bene bæði í lögreglunni), en hinn var þvílíkur trickster...