Thursday, December 2, 2010

Four Weddings and a Funeral

Myndin kom út árið 1994 og er leikstjóri hennar Mike Newell en handritshöfundur Richard Curtis, sem einmitt leikstýrði og gerði handritið að Love Actually. Myndin sló óvænt í gegn og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlaunanna sem besta mynd.  Helstu leikarar myndarinnar eru Hugh Grant, Andie MacDowell, James Fleet og Charlotte Coleman.

Myndin fjallar í aðalatriðum um bresku vinina Charles, Tom, Gareth, Scarlett, Fiona, Matthew og fleiri, sem eru alveg einstaklega steikt og fyndin. Þau eru öll algjörlega mismunandi týpur en eiga það samt sameiginlegt að vera flest frekar flippuð. Charles er aðalpersónan og er pínulítið misheppnaður. Hann er sífellt að hitta hina aðlaðandi og bandarísku Carrie í brúðkaupum og að lokum í jarðarför.


Í fyrsta brúðkaupinu eru einhleypu vinirnir að hafa áhyggjur af því að þau muni aldrei giftast. Þarna hittir Charles Carrie í fyrsta sinn og þau enda á að eyða nóttinni saman á einhverju sveitahóteli eftir frekar fyndnar hindranir. Charles sér eftir því að hafa átt "one night stand" með henni. Hún grínast bara og segir að núna verði þau bara að giftast og hann er ekki alveg að fatta að þetta sé brandari í fyrstu. Hún fer síðan aftur heim til Bandaríkjanna.

Næsta brúðkaup er svo hjá pari sem kynntist í fyrsta brúðkaupinu. Þetta er ekkert sérstaklega ánægjulegt brúðkaup fyrir Charles, þar sem hann hittir Carrie aftur en núna kynnir hún hann fyrir unnustanum sínum, Hamish, sem er ríkur stjórnmálamaður frá Skotlandi og töluvert eldri en hún. Svo kemst hann að því að hann á að sitja á sama borði og nokkrar af fyrrverandi kærustunum hans. Að lokum rekst hann svo á Henrietta, sem vinir hans kalla Duckface, en þau áttu í mjög flóknu og erfiðu sambandi einu sinni. Síðast en ekki síst þá neyðist hann til að fela sig inni í skáp í brúðhjónasvítunni á meðan brúðhjónin byrja brúðkaupsferðina sína snemma á hótelinu. Svo nær hann að læðast út og hittir Carrie enn og aftur þar sem hún er án unnustans og þau enda á að eyða nóttini saman aftur.


Hann fær svo seinna boðskort í brúðkaupið hjá Carrie og Hamish, og rekst svo stuttu seinna á hana niðri í bæ og hjálpar henni að velja brúðarkjól. Hann reynir eitthvað að tjá henni ást sína en það er bara vandræðalegt og hún er alveg greinilega að fara að giftast þessum Hamish.

Næsta brúðkaup er svo hjá Carrie og Hamish. Þar deyr Gareth, einn vinanna sem leiðir til jarðarfararinnar.
Fjórða brúðkaupið er svo hjá Charles sjálfum og Henrietta sem hann hefur ákveðið að giftast af einhverjum undarlegum ástæðum. Carrie kemur svo í kirkjuna rétt fyrir brúðkaupir og segir Charles að hún og Hamish séu ekki lengur saman. Hann segir þá nei þegar hann er spurður af prestinum hvort hann vilji giftast Henrietta sem kýlir hann og hætt er við afganginn af brúðkaupinu. Carrie kemur þá til Charles og biðst afsökunar en hann segir að hún sé manneskjan sem hann vilji eyða restinni af ævinni með etc...

Mér finnst þessi mynd sjúklega fyndin, og ég elska svona breskan "witty" húmor sem er mjög mikið notaður í henni. Persónurnar eru skemmtilega furðulegar og aðstæðurnar sem þær lenda í oft fáránlegar en mjög fyndnar.

1 comment: