Monday, September 13, 2010

The Ghost Writer

Ég fór á The Ghost Writer um helgina, og í heildina fannst mér hún bara nokkuð góð. Með aðalhlutverkin fara Ewan McGregor sem mér hefur alltaf fundist frekar góður, Pierce Brosnan sem ég hef aldrei fílað sérstaklega en var bara ágætur í þssari mynd, Kim Cattrall sem er lúmskt góð leikona og Olivia Williams sem var bara mjög fín í An Education. Hinn umdeildi og vafasami Roman Polanski er leikstjóri myndarinnar en hún er byggð á skáldsögu eftir Robert Harris sem lagaði hana einnig að hvíta tjaldinu.



Roman Polanski er góður leikstjóri, það er bara staðreynd. Þessi mynd er samt ekki beint meistaraverk og alls ekki hans besta verk, en hún er samt mjög spennandi og frekar óvænt. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfsævisagnahöfund (ghost writer), sem hefur ekki beint fengið spennandi verkefni upp á síðkastið, en er núna ráðinn til að klára og lagfæra sjálfsævisögu Adams Lang, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Það er margt dularfullt við það verkefni en það dularfyllsta er hvernig dauða fyrirrennara hans bar að. Adam Lang býr núna í Bandaríkjunum ásamt konu sinni og aðstoðarmönnum á einangraðri eyju og þangað þarf höfundurinn að flytjast á meðan sjálfsævisagan er skrifuð. Strax á öðrum degi höfundarins á eyjunni er Lang sakaður um að hafa framið stríðsglæpi og þá fara málin að flækjast. Fjölmiðlamenn þyrpast til eyjarinnar og höfundurinn neyðist til að flytja inn til Langs og co. Kona Langs, Ruth, er kaldur og ákveðinn karakter, og maður fær það á tilfinninguna nærri því í upphafi að hún sé í raun klárari og mun betri stjórnmálamaður en maðurinn hennar. Það er greinilega mjög kalt á milli hennar og aðstoðarkonu Langs, og það skapar stundum frekar vandræðalegar aðstæður. Hún leitar í félagsskap höfundarins sem treystir henni og að sama skapi treysta áhorfendur henni.Hann kemst á snoðir um hluti sem hann ætti ekki að vita neitt um og eftir það getur hann ekki hætt að velta sér upp úr hlutunum, og sérstaklega ekki dauða fyrirrennara síns.


Mér finnst pínu skemmtilegt að við komumst aldrei að því hvað höfundurinn heitir en ég tók ekki nærri því strax eftir því. Lúkkið á myndinni er frekar flott, sérstaklega skotin sem eru tekin á eyjunni, bæði inni í húsinu og úti. Húsið er frekar sérkennilegt, kassalaga og kalt og allt er súper ,,stylish" sem gefur því svolítið óhugnanlegt yfirbragð. Flottustu skotin voru svo á ströndinni. Yfirbragðið á þeim er mjög drungalegt, það er alltaf rok og oftast rigning, fáir á ferli og eyjan virkar mjög einangruð.

Það sem fór mest í taugarnar á mér við myndina var lokaatriðið, og þá sérstaklega það sem er akkúrat að gerast á þessari mynd:

Ég vil ekki koma með neinn spoiler, en þetta var bara eitthvað svo fáránlegt og ótrúverðugt. Það myndi klárlega enginn gera svona í alvörunni, nema honum væri bara alveg sama um líf sitt, öryggi og sannleikann. Það getur verið að ég sé að láta þetta trufla mig aðeins of mikið en amk ef ég væri hann hefði ég aldrei gert þetta.

Myndin er klárlega ádeila á Tony Blair og samband hans við Bandaríkin.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna í myndinni líkist meira að segja Condolezzu Rice. Myndin deilir líka á ólöglegt fangaflug og ólöglegar pyntingar CIA sem mér finnst frekar gott, það gefur myndinni kannski aðeins meiri dýpt.

The Ghost Writer trailer

2 comments:

  1. Fín færsla. 6 stig.

    Vá, ég tók ekkert eftir því að hann væri nafnlaus í myndinni. Fyndið.

    Mæli með að embedda trailerinn næst.

    ReplyDelete
  2. Já mér finnst eiginlega frekar kúl að maður viti aldrei hvað hann heiti. Þá er hann miklu meira svona "Ghost".

    ReplyDelete