Sunday, September 19, 2010

Maraþonmyndin

Við hittumst tveimur dögum fyrir tökudag og reyndum að koma með drög að handriti. Það gekk ekkert sérstaklega vel, fundum upp á einu og einu fyndnu atriði sem pössuðu síðan ekkert saman.
Svo kom grunnhugmyndin daginn eftir og við unnum bara út frá henni á tökudaginn sjálfan.
Á tökudaginn töluðum við fyrist svolítið um myndina, skipulögðum atriðin sem gerast við bekkinn og gerðum textaspjöldin fyrir fyrri hluta myndarinnar. Eins og við mátti búast tóku fyrstu tökurnar lengstan tíma af því að þá vorum við að læra á myndavélina og hvernig væri best að stilla þrífótinn og svona. Það tók líka tíma að skipuleggja hverja töku nánar og svo þurftum við að taka flestar tökurnar oftar en einu sinni, og sérstaklega þessar fyrstu, af því að þá kunnum við ekki alveg inn á hversu langt við þurftum að spóla til baka til þess að klippingin heppnaðist. Við vildum að myndin yrði amk pínu fyndin og súr, en samt líka ágætlega vel gerð miðað við aðstæður. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega, seinni hluti myndarinnar er samt óvandaðri en sá fyrri en klukkan var orðin svo margt og við vorum að fara í próf daginn eftir þannig að allir voru frekar stressaðir. Við lentum í smá veseni með að finna tökustað fyrir slaginn af því að þá var orðið svo dimmt úti, en fundum svo þennan fína stað fyrir utan Hagkaup á Eiðistorgi.
Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma, hélt að þetta yrðu í mesta lagi svona 5 tímar en við vorum ca. 10 tíma að þessu með kvöldmatarpásu. Eyddum líka miklum tíma í að reyna að finna út hvernig við ættum að setja tónlist inn á myndina og að reyna að finna einhverja snúru sem gæti virkað en enduðum svo á því að döbba bara myndina með hljóðnemanum sem kom reyndar betur út en ég bjóst við.
Hinar myndirnar voru mjög fínar og gaman að sjá hvað allar myndirnar voru ólíkar.

1 comment:

  1. Þetta getur nefnilega tekið ansi langan tíma. Kannski myndi þetta ekki taka það mikið lengri tíma ef þið fengjuð að nota tölvu - það mætti athuga það. Þá hefðu tökurnar tekið talsvert styttri tíma, en að sama skapi mikill tími farið í fínklippingu.

    4 stig.

    ReplyDelete