Mér fannst lokaverkefnin öll vel heppnuð og gaman hvað þau voru fjölbreytt. Það er alltaf gaman að sjá hvað fólk fær mismunandi hugmyndir og hvernig það nær að útfæra þær.
Við gerð okkar myndar notuðum við í fyrsta skipti söguútlínu almennilega. Þó svo að það bættust einhverjar senur við í tökum þá hjálpaði samt að hafa þessa söguútlínu því það sparaði tíma, hjálpaði til með skipulagningu, auðveldaði okkur að klippa og gerði þetta bara allt saman einfaldara.
Við kunnum mikið betur á myndavélina núna og gátum til dæmis stillt hversu miklu ljósi var hleypt inn og svoleiðis fyrir útisenurnar. Við gleymdum því samt með eina senu en það var allt í lagi af því að sú sena, senan með haglélinu, átti að sýna hvað Marta var orðin geðveikt og þess vegna gæti þetta hafa verið einhvers konar túlkun á því. Í 2-3 senum gleymdum við hreinlega að tengja micinn sem varð til þess að hljóðið í þeim senum varð örlítið lægra og heyrðist ekki þegar myndin var spiluð í full screen, en hins vegar heyrðist það alveg þegar hún var spiluð í litla glugganum. Við lentum í algjöru veseni með að exporta myndina úr forritinu og mér sýndist af því sem ég las á netinu að margir væru í sömu erfiðleikum og að það þyrfti að gera eitthvað við tölvuna til að laga þetta en við þorðum ekkert að vera að fikta í henni.
Það gekk ljómandi vel að klippa og setja tónlist inn á myndina þó svo að við hefðum notað iMovie og ekkert okkar hafði kynnst því neitt áður. Við sáum samt alveg að það forrit var ekkert sérstaklega pro (annað en Final cut pro hoho), t.d. af því að það var lítið um transitions og þannig en það var bara svo gríðarlega aðgengilegt og mér fannst sérstaklega einfalt að skella tónlistinni inn.
Það var bara mjög gaman að gera þessa mynd, sérstaklega kannski af því að flest gekk mjög vel, fyrir utan þegar við ætluðum að setja myndina inn með Final cut pro, það virkaði bara ekki, en virkaði strax með iMovie.
Þannig að þetta var í heildina bara mjög góð reynsla og gaman að þessu og ég hefði kannski viljað gera eina stuttmynd í viðbót á árinu.
Þetta var skemmtileg mynd hjá ykkur. Og gaman að lesa aðeins um gerð myndarinnar. 5 stig.
ReplyDelete