Monday, April 4, 2011

Kvikmyndagerð 2010-2011

Þetta fag er búið að vera mjög áhugavert og skemmtilegt. Það sem mér finnst best við það er m.a. allar myndirnar sem maður er búinn að sjá og hefði kannski ekki annars séð. Erum líka búin að horfa á slatta af myndum sem hafa verið á listanum mínum yfir must see myndir í nokkur ár. Það sem var líka best var að gera stuttmyndirnar. Þó svo að það hafi oft fylgt mikið vesen þá var þetta mjög gaman og mér fannst ég læra mest af þessu. Ég verð samt að segja að Final Cut Pro er leiðinlega flókið forrit sem orsakaði oft mikinn pirring og gríðarlega tímaeyðslu. Ég hefði annað hvort viljað kunna betur á það eða fá að nota eitthvað þægilegra forrit (notuðum náttúrulega iMovie núna). Það hefði verið gott að gera fleiri myndir og ýta þá burt einhverju af FDF. Mér finnst ég ekki hafa lært neitt sérstaklega mikið af því, fínt að skoða grunnatriðin og það allt, en maður lærir bara miklu meira á því að gera þetta í alvörunni.

Mér finnst mjög sniðugt að láta okkur fara á íslenskar myndir og tala svo við leikstjórann. Það gefur manni smá hugmynd um hvernig það er að vera kvikmyndagerðarmaður, hvernig þetta fer allt fram og hvernig "bransinn" er á Íslandi.

Það er kannski heldur mikið af bloggstigum, sérstaklega eftir jól þar sem við erum að reyna að einbeita okkur að stúdentsprófunum en þetta var samt allt í lagi. Maður myndi örugglega nenna að blogga betri blogg ef það væru aðeins færri stig og já örugglega kommenta meira ef maður fengi smá stig fyrir það. Ég held að það væri ekki sniðugt að vera harðari á skiladögum á stuttmyndunum af því að það er svo auðvelt að lenda í alls konar veseni í kringum þær eins og við fengum að kynnast með heimildamyndina okkar. Held að það gæti alveg virkað að hóparnir hefðu mismunandi frumsýningardaga en veit ekkert hvort það er betra eða ekki.

Væntingar mínar voru að þetta væri kannski aðeins rólegra fag, svona fag til að fá að gera eitthvað annað en endalaust bóklegt. Það stóðst samt alveg að einhverju leyti, kannski fyrir utan þetta FDF dæmi allt, bjóst ekki beint við því.





1 comment: