Myndin kom út árið 1994 og er leikstjóri hennar Mike Newell en handritshöfundur Richard Curtis, sem einmitt leikstýrði og gerði handritið að Love Actually. Myndin sló óvænt í gegn og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlaunanna sem besta mynd. Helstu leikarar myndarinnar eru Hugh Grant, Andie MacDowell, James Fleet og Charlotte Coleman.
Myndin fjallar í aðalatriðum um bresku vinina Charles, Tom, Gareth, Scarlett, Fiona, Matthew og fleiri, sem eru alveg einstaklega steikt og fyndin. Þau eru öll algjörlega mismunandi týpur en eiga það samt sameiginlegt að vera flest frekar flippuð. Charles er aðalpersónan og er pínulítið misheppnaður. Hann er sífellt að hitta hina aðlaðandi og bandarísku Carrie í brúðkaupum og að lokum í jarðarför.
Í fyrsta brúðkaupinu eru einhleypu vinirnir að hafa áhyggjur af því að þau muni aldrei giftast. Þarna hittir Charles Carrie í fyrsta sinn og þau enda á að eyða nóttinni saman á einhverju sveitahóteli eftir frekar fyndnar hindranir. Charles sér eftir því að hafa átt "one night stand" með henni. Hún grínast bara og segir að núna verði þau bara að giftast og hann er ekki alveg að fatta að þetta sé brandari í fyrstu. Hún fer síðan aftur heim til Bandaríkjanna.
Næsta brúðkaup er svo hjá pari sem kynntist í fyrsta brúðkaupinu. Þetta er ekkert sérstaklega ánægjulegt brúðkaup fyrir Charles, þar sem hann hittir Carrie aftur en núna kynnir hún hann fyrir unnustanum sínum, Hamish, sem er ríkur stjórnmálamaður frá Skotlandi og töluvert eldri en hún. Svo kemst hann að því að hann á að sitja á sama borði og nokkrar af fyrrverandi kærustunum hans. Að lokum rekst hann svo á Henrietta, sem vinir hans kalla Duckface, en þau áttu í mjög flóknu og erfiðu sambandi einu sinni. Síðast en ekki síst þá neyðist hann til að fela sig inni í skáp í brúðhjónasvítunni á meðan brúðhjónin byrja brúðkaupsferðina sína snemma á hótelinu. Svo nær hann að læðast út og hittir Carrie enn og aftur þar sem hún er án unnustans og þau enda á að eyða nóttini saman aftur.
Hann fær svo seinna boðskort í brúðkaupið hjá Carrie og Hamish, og rekst svo stuttu seinna á hana niðri í bæ og hjálpar henni að velja brúðarkjól. Hann reynir eitthvað að tjá henni ást sína en það er bara vandræðalegt og hún er alveg greinilega að fara að giftast þessum Hamish.
Næsta brúðkaup er svo hjá Carrie og Hamish. Þar deyr Gareth, einn vinanna sem leiðir til jarðarfararinnar.
Fjórða brúðkaupið er svo hjá Charles sjálfum og Henrietta sem hann hefur ákveðið að giftast af einhverjum undarlegum ástæðum. Carrie kemur svo í kirkjuna rétt fyrir brúðkaupir og segir Charles að hún og Hamish séu ekki lengur saman. Hann segir þá nei þegar hann er spurður af prestinum hvort hann vilji giftast Henrietta sem kýlir hann og hætt er við afganginn af brúðkaupinu. Carrie kemur þá til Charles og biðst afsökunar en hann segir að hún sé manneskjan sem hann vilji eyða restinni af ævinni með etc...
Mér finnst þessi mynd sjúklega fyndin, og ég elska svona breskan "witty" húmor sem er mjög mikið notaður í henni. Persónurnar eru skemmtilega furðulegar og aðstæðurnar sem þær lenda í oft fáránlegar en mjög fyndnar.
Thursday, December 2, 2010
Wednesday, December 1, 2010
Love Actually
Myndinni er leikstýrt af Richard Curtis, en hann er einnig handritshöfundur myndarinnar. Hún kom út árið 2003 og er alveg 135 mínútur, sem kemur mér á óvart því ég hef séð hana mjög oft og ekki dottið í hug að hún sé svona löng. Kannski er það út af því að mér finnst hún fáránlega skemmtileg...
Mikið er af stjörnuleikurum í myndinni og má þar t.d. nefna Liam Neeson, Hugh Grant, Keira Knightley, Bill Nighy, Emma Thompson, Colin Firth, Laura Linney, Billy Bob Thornton, Rowan Atkinson, Claudia Schiffer og fleiri fleiri.
Myndin fylgir átta mjög mismunandi pörum sem eiga það þó sameiginlegt að þurfa að takast á við ástina og þau vandræði sem fylgja henni. Misdjúpt er farið í sögurnar en þær eiga sér allar stað á fimm vikum fyrir einhver jólin í London. Persónurnar eru mjög mismunandi sem gerir söguna skemmtilega og fjölbreytta. Mér finnst sjúklega skemmtilegt að horfa á góðar myndir sem fylgjast með mörgum persónum og þess vegna elska ég þessa mynd, en líka af því að hún er svo jólaleg og krúttleg og maður kemst alltaf í fáránlega gott skap við það að horfa á hana.
Uppáhalds pörin mín voru forsætisráðherrann (Hugh Grant) og Nathalie, Jamie og Aurelia, Sam og Joanna og svo Judy og John.
Forsætisráðherrann er ungur af forsætisráðherra að vera og er frekar flippuð týpa. Nathalie er að vinna í Dowingstræti 10 og sér um að koma með póst og hressingu og eitthvað til hans. Hann heillast af henni en reynir að telja sér trú um að þetta muni aldrei ganga, hún sé yngri en hann og að hann sé forsætisráðherra Bretlands og verði að taka sér tak. Hann lætur færa hana til í starfi þannig að hann hittir hana ekki lengur. En svo á aðfangadag minnir mig er hann að fara í gegnum jólakort sem hún er búin að raða eftir því hver eru best og þá finnur hann að hann er ástfanginn af henni og gengur í hvert einasta hús í götunni hennar til þess að leita að henni. Mér finnst þau tvö mjög skemmtilegar persónur. Hann er flippaður eins og sést í mjög steiktu dansatriði og svo er hann sjúklega kaldhæðinn og hnyttinn, og kemur með brandara og fyndin augnablik sem eru fullkomin fyrir minn húmor. Hún er mjög hress persóna sem á það til að tala af sér og segja aðeins meira en er við hæfi sem er bara fyndið og skemmtilegt.
Kærastan hans Jamie heldur fram hjá honum með bróður hans, svo hann fer til útlanda að skrifa skáldsögu þangað til jólin koma. Þar fer Aurelia sem ekki talar ensku að vinna fyrir hann við að taka til og svoleiðis. Þau geta ekki beint talað mikið saman en undir lokin fara þau að hrífast af hvoru öðru, en þá þarf Jamie einmitt að fara heim til Englands um jólin. Þegar hann kemur heim áttar hann sig almennilega á því að hann er ástfanginn af henni og fer að læra portúgölsku til þess að geta talað við hana, og flýgur svo aftur til hennar og biður hana um að giftast sér. Þessi saga var bara mjög krúttleg og rómantísk og gaman að fylgjast með henni. Colin Firth er mjög góður leikari og persónan hans var pínu vandræðaleg og vissi ekki alveg hvernig hún átti að vera.
Judy og John eru örugglega vandræðalegasta parið, en þau kynnast í vinnunni þar sem þau eru aukaleikarar í kynlífssenum fyrir einhverja fræga leikara. Þau tala mjög mikið saman í vinnunni og það er alveg frekar súrt að sjá þessi atriði þar sem þau eru bara að tala mjög "casually" saman á meðan þau eru að þykjast stunda kynlíf, allsber eða í fötum. Þau ákveða svo að fá sér kaffi eða eitthvað eftir vinnu og John fylgir Judy heim en er of feiminn til að kyssa hana, svo hún kyssir hann bara. Allt saman mjög krúttlegt og á kannski að sýna að maður getur fundið ástina á ólíklegustu stöðum eða eitthvað þannig.
Allavega er þetta mjög skemmtileg mynd og ég mæli með henni til að koma manni í jólaskapið. Ég horfi a.m.k. á hana á hverju einasta ári fyrir jólin.
Mikið er af stjörnuleikurum í myndinni og má þar t.d. nefna Liam Neeson, Hugh Grant, Keira Knightley, Bill Nighy, Emma Thompson, Colin Firth, Laura Linney, Billy Bob Thornton, Rowan Atkinson, Claudia Schiffer og fleiri fleiri.
Myndin fylgir átta mjög mismunandi pörum sem eiga það þó sameiginlegt að þurfa að takast á við ástina og þau vandræði sem fylgja henni. Misdjúpt er farið í sögurnar en þær eiga sér allar stað á fimm vikum fyrir einhver jólin í London. Persónurnar eru mjög mismunandi sem gerir söguna skemmtilega og fjölbreytta. Mér finnst sjúklega skemmtilegt að horfa á góðar myndir sem fylgjast með mörgum persónum og þess vegna elska ég þessa mynd, en líka af því að hún er svo jólaleg og krúttleg og maður kemst alltaf í fáránlega gott skap við það að horfa á hana.
Uppáhalds pörin mín voru forsætisráðherrann (Hugh Grant) og Nathalie, Jamie og Aurelia, Sam og Joanna og svo Judy og John.
Forsætisráðherrann er ungur af forsætisráðherra að vera og er frekar flippuð týpa. Nathalie er að vinna í Dowingstræti 10 og sér um að koma með póst og hressingu og eitthvað til hans. Hann heillast af henni en reynir að telja sér trú um að þetta muni aldrei ganga, hún sé yngri en hann og að hann sé forsætisráðherra Bretlands og verði að taka sér tak. Hann lætur færa hana til í starfi þannig að hann hittir hana ekki lengur. En svo á aðfangadag minnir mig er hann að fara í gegnum jólakort sem hún er búin að raða eftir því hver eru best og þá finnur hann að hann er ástfanginn af henni og gengur í hvert einasta hús í götunni hennar til þess að leita að henni. Mér finnst þau tvö mjög skemmtilegar persónur. Hann er flippaður eins og sést í mjög steiktu dansatriði og svo er hann sjúklega kaldhæðinn og hnyttinn, og kemur með brandara og fyndin augnablik sem eru fullkomin fyrir minn húmor. Hún er mjög hress persóna sem á það til að tala af sér og segja aðeins meira en er við hæfi sem er bara fyndið og skemmtilegt.
Kærastan hans Jamie heldur fram hjá honum með bróður hans, svo hann fer til útlanda að skrifa skáldsögu þangað til jólin koma. Þar fer Aurelia sem ekki talar ensku að vinna fyrir hann við að taka til og svoleiðis. Þau geta ekki beint talað mikið saman en undir lokin fara þau að hrífast af hvoru öðru, en þá þarf Jamie einmitt að fara heim til Englands um jólin. Þegar hann kemur heim áttar hann sig almennilega á því að hann er ástfanginn af henni og fer að læra portúgölsku til þess að geta talað við hana, og flýgur svo aftur til hennar og biður hana um að giftast sér. Þessi saga var bara mjög krúttleg og rómantísk og gaman að fylgjast með henni. Colin Firth er mjög góður leikari og persónan hans var pínu vandræðaleg og vissi ekki alveg hvernig hún átti að vera.
Sam er nýbúinn að missa mömmu sína og lokar sig inni í herbergi mestallan daginn. En það er ekki þess vegna sem hann er alltaf einn inni í herbergi, heldur er það út af því að hann er ástfanginn af svölustu stelpunni í skólanum, þ.e. Joanna, og hann heldur að hann eigi enga möguleika á að kynnast henni. Hann ákveður svo að skrá sig sem trommara fyrir tónlistaratriði skólans á jólasýningu grunnskóla hverfisins þó svo að hann kunni ekkert á trommur, þar sem Joanna er aðalsöngkona lagsins. Þegar hún bendir svo á hann á meðan hún syngur all i want for christmas is you þá fer hann að hugsa hvort hann hafi kannski einhverja möguleika. Joanna er samt að fara heim til Bandaríkjanna yfir jólin beint eftir sýninguna, svo stjúppabbi hans fær Sam til að elta hana á flugvöllinn og segja henni hvernig honum líður. Þessi saga var bara mjög sæt og pínu fyndið að sjá svona ungan strák vera að missa sig yfir ástinni.
Allavega er þetta mjög skemmtileg mynd og ég mæli með henni til að koma manni í jólaskapið. Ég horfi a.m.k. á hana á hverju einasta ári fyrir jólin.
Monday, November 29, 2010
You Will Meet a Tall Dark Stranger
Myndin er frá 2010 og leikstjóri og handritshöfundur hennar er Woody Allen. Helstu leikarar eru Naomi Watts, Anthony Hopkins, Frieda Pinto, Gemma Jones, Josh Brolin og Antonio Banderas.
Myndin gerist í Bretlandi og fjallar um tvö pör, Alfie og Helena og svo Sally og Roy, en Sally er einmitt dóttir Alfie og Helenu. Alfie yfirgefur Helenu til þess að eltast við ungdóminn og neitar því að hann sé gamall. Hann hittir Charmaine, unga konu sem vinnur fyrir sér með vændi, og telur sjálfum sér trú um að hann sé ástfanginn af henni. Þau giftast eftir fáránlega stuttan tíma og einkennist samband þeirra af því að Alfie kaupir allt sem Charmaine langar í en hún heldur honum ungum með því að vera með honum, sem sagt hann er eiginlega að múta henni til að vera með sér.
Helena missir eiginlega vitið við skilnaðinn og Sally dóttir hennar fer að senda hana til gervispákonu sem segir Helenu að líf hennar verði betra í framtíðinni, en þetta er allt gert til þess að láta henni líða betur. Helena er tíður gestur á heimili dóttur sinnar og kemur þangað oftast án þess að láta vita af sér á undan. Þetta fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á Roy, enda eru þau ekki beint vinir.
Roy er frekar misheppnaður rithöfundur, fyrsta bókin hans sló í gegn en hann hefur aldrei náð að fylgja henni eftir. Í myndinni er hann að skrifa nýja bók en er allt of oft truflaður af rauðklæddu konunni sem býr í húsinu á móti. Hann verður hugfanginn af henni og fer að fylgjast óhugnanlega mikið með henni þar til einn daginn spyr hann hana hvort hún vilji fá sér hádegismat með honum, sem þau svo gera. Hún er miklu yngri en hann, hann var alveg krípí fyrir en aldursmunurinn gerir þetta bara verra. Í kjölfarið fara þau svo að hittast meira og allt fer í rugl.
Sally er frekar óhamingjusöm í hjónabandinu og vill að þau Roy fari að halda áfram með líf sitt og eignist börn, en hann er ekki alveg á því. Hún verður skotin í yfirmanni sínum en hann ber ekki sömu tilfinningar til hennar.
Mér fannst myndin bara alveg ágæt. Ég er mjög hrifin af myndum sem innihalda margar persónur og finnst mjög gaman að fylgjast með því hvernig líf þeirra tengjast og flækjast saman, t.d. eins og í Love Actually sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Persónurnar voru jafn fjölbreyttar og þær voru margar og það var gaman að sjá hvað líf þeirra voru mismunandi. Roy fór alveg sjúklega mikið í taugarnar á mér, fannst hann glataður og ótrúlega pirrandi. Maður vorkenndi Helenu frekar mikið og fannst alveg eðlilegt að Sally væri að senda hana til gervispákonu til þess að róa hana niður og láta henni líða betur.
Myndin var alveg ágætlega fyndin en mér fannst samt eins og það vantaði eitthvað meira í plottið, það var pínu þurrt.
Thursday, October 21, 2010
Heimildamyndirnar
Sierra Leone's Refugee All Stars
Myndin fjallar um hljómsveit í Gíneu, þar sem allir meðlimir eru flóttamenn frá Sierra Leone, en þar geisaði borgarastyrjöld frá 1999-2002. Þau hafa öll lent í miklum hremmingum, misst fjölskyldumeðlimi, útlimi og í raun flest sem þau áttu. Einn meðlimur hafði meira að segja þurft að berja sitt eigið barn til bana, annars hefði hann verið drepinn og líklegast barnið hans líka. Mér fannst það frekar mikið ógeðslegt, og get í raun ekki alveg gert mér grein fyrir því hversu hræðilegt það er. Þau eru jafn ólík og þau eru mörg en eru tengd sterkum böndum og eiga það sameiginlegt að vilja gera tónlist og vilja breiða hana út til fólksins síns í flóttamannabúðum til að fá þau til að hugsa um eitthvað annað en stríðið og hræðilegar aðstæður þeirra. Einn meðlimur sagði einmitt að þegar hann væri að spila tónlist, tæmdist hugurinn og hann gleymdi stríðinu í bili. Einn meðlimur hljómsveitarinnar, Black-Nature, er líklega á aldur við mig og mér fannst mjög áhugavert að sjá einhvern á mínum aldri í þessarið aðstöðu, af því að ég get kannski mest samsvarað mig honum. Mér fannst þetta mjög áhugaverð mynd, og flott hvernig hún fjallaði ekki beint um stríðið en kom samt fullt inn á það í gegnum hljómsveitina. Þau voru skemmtilegir karakterar og gaman að fylgjast með þeim.
Kids + Money
Þessi fjallaði um krakka og unglinga í L.A. og viðhorf þeirra til peninga, og veraldlegra eigna. Þau voru bæði fátæk, rík og mitt á milli. Flest þeirra voru á þeirri skoðun að það skipti miklu máli að vera í réttu fötunum og versla í réttu búðunum til að öðlast viðurkenningu annara í skólanum. Þau sögðu að á göngunum í skólanum væru þau "skönnuð" af öðrum nemendum og ef þau væru ekki rétt klædd væri litið á þau með fyrirlitningar svip og líklega hefði þetta áhrif á félagslíf þeirra. Sum þeirra eyddu kannski 80.000 kr í föt á mánuði, en voru í vinnu og unnu fyrir þessari eyðslu, á meðan öðrum fannst sjálfsagt að foreldrar þeirra borguðu öll þessi föt og allt það, jafnvel þó svo að þeir hefðu eiginlega ekki efni á því. Ein stelpan var algjör frekja og leiðinleg, og fannst hún vera með feit læri og eitthvað þó svo að hún væri sjúklega mjó og hún var bara 11 ára eða eitthvað fáránlegt. Hún átti yfir 30 pör af gallabuxum, og hún og systir hennar skömmuðust sín fyrir mömmu sína af því að hún var ekki í kjörþyngd og sjúklega falleg og í geðveikt flottum merkjavörufötum, og mömmunni leið illa yfir því, sem er frekar fáránlegt. Þessi mynd var líka áhugaverð og skrýtið að sjá hvað sumir eru veruleikafirrtir.
Pirrandi stelpan og systir hennar
Please Vote for Me
Þessi var kannski frekar langdregin, en samt áhugaverð. Hún fjallaði um bekk í grunnskóla í Kína, held að krakkarnir hafi kannski verið 7-9 ára, þar sem átti að kjósa bekkjarráðsmann með lýðræðislegri kosningu og þremur frambjóðendum, einni stelpu og tveimur strákum. Þau héldu ræður og það var hæfileikakeppni og þau spurðu líka hvert annað spurninga um hvernig þau myndu stjórna og fleira. Foreldrar þeirra hjálpuðu þeim mikið í kosningabaráttunni og komu með alls konar "trick" til að láta þau fá fleiri atkvæði og undir lokin var þetta farið að verða eins og alvöru kosningar, þar sem lygar, svik, mútur, niðurlæging og fleira koma í ljós. Að lokum vann strákurinn sem mútaði bekknum mest, en hann gaf þeim einhverja gjöf og ókeypis ferð í einhverri lest eða eitthvað svoleiðis. Hann var frekar strangur en mér líkaði einhvern veginn best við hann af því að hann sagði að hann vildi að krakkarnir hugsuðu fyrir sig sjálf en létu ekki aðra segja sér hvað þau ættu að gera, á meðan hinn strákurinn vildi stjórna þeim. Sá strákur minnti mig pínu á gamlan, spilltan stjórnmálamann. Stelpan var svo frekar saklaus eitthvað, bjó hjá einstæðri móður og það var gefið í skyn að hún fengi ekki jafn mikla hjálp heima í kosningabaráttunni út af því.
Wednesday, October 13, 2010
Food Inc - heimildarmynd
Food Inc er heimildarmynd sem ég sá á kvikmyndahátíð Græna ljóssins í vor og hafði frekar mikil áhrif á mig. Leikstjóri hennar er Robert Kenner sem skrifaði einnig handritið ásamt Elise Pearlstein og Kim Roberts.
Myndin fjallar sem sagt um matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum og hversu mikið hann hefur breyst síðan um miðja 20. öldina, þegar sífellt meiri áhersla var lögð á skyndibita. Myndin sýnir okkur sem sagt skuggahliðar iðnaðarins, allt frá því hversu illa er farin með aumingja dýrin og verkamennina sem vinna í iðnaðinum, til þess hversu skaðlegur maturinn er orðinn okkur þar sem allt snýst um að framleiða sem mest á sem stystum tíma fyrir sem minnstan pening. Viðtöl eru tekin við verkamenn frá Mið-Ameríku og sagt frá erfiðri stöðu þeirra, það er illa farið með þá í vinnunni og þeim borgað allt allt of lítið en samt geta þeir ekki gert neitt í sínum málum því þá verða þeir bara sendir heim til sín þar sem þeir eru flestir ólöglegir innflytjendur. Sem sagt fyrirtækin spara sér fullt af pening með því að vera með þá vinnu og borga þeim lúsarlaun, og taka þarf fram að þeir hafa engin réttindi, eru ekki í neinu verkalýðsfélagi eða neitt, því ef þeir kvarta eru þeir bara reknir.
Myndin fjallar sem sagt um matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum og hversu mikið hann hefur breyst síðan um miðja 20. öldina, þegar sífellt meiri áhersla var lögð á skyndibita. Myndin sýnir okkur sem sagt skuggahliðar iðnaðarins, allt frá því hversu illa er farin með aumingja dýrin og verkamennina sem vinna í iðnaðinum, til þess hversu skaðlegur maturinn er orðinn okkur þar sem allt snýst um að framleiða sem mest á sem stystum tíma fyrir sem minnstan pening. Viðtöl eru tekin við verkamenn frá Mið-Ameríku og sagt frá erfiðri stöðu þeirra, það er illa farið með þá í vinnunni og þeim borgað allt allt of lítið en samt geta þeir ekki gert neitt í sínum málum því þá verða þeir bara sendir heim til sín þar sem þeir eru flestir ólöglegir innflytjendur. Sem sagt fyrirtækin spara sér fullt af pening með því að vera með þá vinnu og borga þeim lúsarlaun, og taka þarf fram að þeir hafa engin réttindi, eru ekki í neinu verkalýðsfélagi eða neitt, því ef þeir kvarta eru þeir bara reknir.
Dýramisnotkunin sem var sýnd í myndinni hafði svakaleg áhrif á mig og ég var alvarlega farin að pæla í að verða grænmetisæta eftir þetta, það hefur ekki gerst enn, en það kæmi mér ekki á óvart ef það myndi gerast á næstunni. Mynd af stórum akri með mörgum kúm á færiböndum á leið í verksmiðju er oft sýnd og lét mér líða frekar illa, en það sem var eiginlega verst var þegar talað var um meðferðina á kjúklingunum. Mig minnir að það hafi verið heimsótt tvö kjúklingabú, eigandi annars þeirra hafði látið undan kröfum stórfyrirtækisins Tyson Foods Inc að mig minnir, og hafði látið setja einhvers konar plötur á veggina að utanverðu þannig að ekkert sólarljós komst inn eða ferskt loft. Ég vil taka það fram að hann leyfði ekki myndatöku inni í búinu, þar sem það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir hann, sem sýnir kannski hvernig aðstæður eru þar og hversu mikil ítök þessi viðbjóðslegu stórfyrirtæki hafa. Hinn eigandinn var kona sem ekki hafði látið segja sér að gera þetta og því höfðu fuglarnir hennar það aðeins betra. Bændurnir verða að gera það sem stórfyrirtækin krefjast því að annars verslar enginn við þá og þeir fara á hausinn, en allar þessar nýjungar kosta sitt og því lenda flestir bændur í svaðalegum vítahring. Um nóttina var svo njósnað um þegar menn komu að ná í kjúklinga, og virðingarleysið var svo mikið að þeir spörkuðu bara í hálf-dauða kjúklinga eins og ekkert væri, og létu það ekkert á sig fá þó svo að þeir görguðu af sársauka.
Þessi mynd segir svo allt sem segja þarf um hina ljótu hliðina á kjúklingakjötsiðnaðinum.
Í myndinni var líka viðtal við konu sem hafði misst son sinn úr E. Coli sýkingu eftir að þau höfðu borðað á einhverjum veitingastað nokkrum dögum áður. Þar er fjallað um hvað það er allt of mikið af sýktu kjöti í umferð og hvað reglur um matvæli eru ekki nógu strangar í Bandaríkjunum. Málið er bara að fyrirtækin hafa mikil ítök innan þingsins. Konan reynir ásamt móður sinni að ná tali af einum þingmanninum, og tekst það að lokum, en hún er að reyna að koma í veg fyrir að aðrir látist af sömu ástæðum og sonur hennar. Þetta sýnir okkur betur hversu mikil áhrif þetta hefur allt á bara venjulegt fólk og maður hefur mikla samúð með henni.
Tyson að reyna að "friða samviskuna" og fá fleiri kaupendur eftir slæma umfjöllun.
Myndin fer líka inn á kornræktun í Bandaríkjunum og hversu lítið við vitum í raun og veru um það hvernig maturinn okkar er framleiddur. T.d. eru á matvælaumbúðum oft myndir af einhverjum stórum bóndabýlum umkringd grænu grasi sem á allt að sýna okkur hversu heilnæmt og beint frá bónda maturinn er, en í lang fæstum tilvikum er það rétt. Maturinn er fullur af gerviefnum til að auka rúmfang hans, og í staðinn fyrir að hverfa aftur til fortíðar með framleiðsluna til að losna við vont bragð eða aukaverkanir, er bara fleiri efnum skellt í matinn, og oft án þess að fullnægjandi rannsóknir hafi verið gerðar, vegna þess að það er ÓDÝRARA.
Einnig er komið inn á eitt af helstu vandamálum Bandaríkjanna, þ.e. fátækt vs. offita. En eins og flestir vita er óhollur matur í flestum tilvikum ódýrari en hollur, og sagt er frá fjölskyldu sem kaupir frekar hamborgara heldur en ávexti, einfaldlega vegna þess að þeir eru ódýrari og matarmeiri. Þau hafa ekki efni á hollum og góðum mat, þar sem pabbinn er sykursjúkur, sem er samt sem áður engin tilviljun þar sem hann hefur ekki verið að borða hollan mat, en þau verða að eiga pening fyrir lyfjum fyrir hann og ná að metta fjölskylduna.
Fjölskyldan umrædda
Við fengum líka að kynnast lífrænni ræktun, bæði á grænmeti og dýrum, og fengum að sjá hversu mikil munur er á slátrunaraðferðum og hvað aðferðir lífrænu bóndanna voru mun mannúðlegri. Bóndinn á býlinu sem var heimsótt var mjög sterkur og skemmtilegur karakter sem lífgaði upp á myndina. Kannski fannst mér þessi mynd svona áhugaverð af því að ég hef mikinn áhuga á mat, dýravernd og umhverfismálum en mér finnst að sem flestir ættu að sjá hana, því hún virkilega fær mann til að hugsa um hversu sjúkt þetta allt er og hversu meðvirk við erum þegar við kaupum vörur þessara stórfyrirtækja án þess að hugsa okkur um. Ég sjálf hef t.d. ekki borðað McDonald's hamborgara í mörg ár, einfaldlega vegna þess hversu ógeðfellt mér finnst fyrirtækið. Ég hef líka engan skilning á hvernig fólk getur farið svona með dýr, hversu illt það virkilega getur verið.
Annars finnst mér myndin virkilega vel gerð og áhugaverð, hún er ekki hugsuð sem lausn á neinum vandamálum en er ætlað að opna augu okkar fyrir viðbjóðnum sem er látinn viðgangast. Hún er hvatning þess að neytendur taki ábyrgð og reyni að senda skýr skilaboð um hvernig þeir vilji að maturinn þeirra sé framleiddur.
Mér fannst sérstaklega áhugavert á hversu marga vegu viðfangsefnið var nálgað og hvað við fengum að sjá mismunandi áhrif þess á líf fólks.
Thursday, September 30, 2010
About Face: The Story of Gwendelin Bradshaw - Riff
Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast þegar ég fór á þessa mynd. Ég vissi eiginlega ekki að þetta væri heimildamynd fyrr en svona 5 mín voru búnar af myndinni, finnst pínu steikt að ég hafi haldið að þetta væri bara leikin mynd en jæja...
Leikstjóri myndarinnar er Mary Katzke og myndin kom út 2009. Hún gerist að mestu leyti í Alaska, í bænum þar sem Gwendelin á heima, en við fylgjum líka Gwendelin í heimsókn til systur sinnar og að leita að mömmu sinni.
Þegar Gwen var 10 mánaða gömul fóru foreldrar hennar með hana í útilegu. Móðir hennar hafði átt erfitt andlega og faðir hennar hótaði að fara með hana á geðsjúkrahús ef hún tæki sér ekki tak. Þetta fór alveg með móðurina sem kastaði Gwen á bálköst sem þau voru búin að kveikja. Gwen brenndist sjúklega illa og það var ekki alveg vitað hvort hún myndi lifa þetta af. Móðir Gwen fór á geðsjúkrahús en eftir þetta afneitaði faðir Gwen konunni sinni sem leiddi til þess að þetta var í síðasta skipti sem Gwen hitti móður sína.
Myndin byrjar á viðtali við Gwen þegar hún er 14 ára, minnir mig, og svo er sýnt þegar hún reyndi að fremja sjálfsmorð 24 ára gömul, 2004. Hún komst nokkurn veginn áfallalaust í gegnum lífið þrátt fyrir þennan hræðilega atburð í æsku sem hefur háð henni mikið, en hérna virðist allur þessi bældi sársauki og vanlíðan bara springa út og hún reynir að fremja sjálfsmorð. Hún er strax greind með geðklofa og ofsóknarkennd og fyllt af dópi, í stað þess að fá almennilega sálfræðimeðferð í tengslum við hræðilega atburðinn í æsku hennar. Hún er flutt að heiman og var í skóla að læra tónlist, en datt út úr skóla eftir sjálfsvígstilraunina. Hún er í mjög litlu sambandi við föður sinn og er mjög einmana, en faðir hennar henti öllum bréfum sem Gwen fékk frá móður sinni þegar hún var lítil. Það sem hún þráir mest í lífinu er að hitta móður sína til að leita svara um atburðinn, eins og af hverju hún gerði þetta, en hún telur að það muni hjálpa sér að komast yfir þetta. Vandamálið er hins vegar að móðir hennar er týnd, en Gwen kemst að því að hún hefur reikað á milli skýla fyrir heimilislausa og geðsjúkrahúsa. Gwen kemst þó í samband við hálfsystur sína, eldri dóttur móður sinnar, sem hún hafði aldrei hitt og það hjálpar henni mikið, hún finnur að einhverjum þykir vænt um hana og vill hitta hana.
Við fylgjum Gwen líka á ráðstefnu fyrir fólk sem hefur brennst og hún skemmtir sér mjög vel þar og hefur það gott. Þar kynnist hún fólki sem hefur glímt við sömu vandamál og hún, fólk að horfa og lítil athygli frá hinu kyninu. En um leið og hún kemur heim líður henni aftur illa. Einhvern tímann í myndinni gerir hún aðra tilraun til sjálfsmorðs, man ekki alveg hvenær, sem sýnir bara hvað henni líður illa þrátt fyrir öll þessi lyf sem hún er á, og hvað það liggur á að reyna að finna móður hennar. Hún kemst svo í samband við mann að nafni Emmet sem móðir hennar hafði búið hjá í 7 ár. Hún heldur svo leitinni áfram þar til hún að lokum finnur móður sína. Móðir hennar er afskaplega skrýtin að mínu mati. Þær hanga mikið saman og svo virðist sem þetta hafi hjálpað Gwen mikið, amk fer hún aftur í skólann og heldur góðu sambandi við hálf-systur sína og fjölskyldu hennar.
(hér sést hægri höndin á henni)
Þessi mynd höfðaði mikið til mín, mér finnst áhugavert að fylgjast með venjulegum manneskjum sem eru samt svo óvenjulegar út af einhverri reynslu sem ekki allir búa yfir. Það er líka hvetjandi að sjá hana halda áfram þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika, og að sjá hana bara lifa lífinu yfirleitt þrátt fyrir að eiga svona erfitt andlega. Hún spilar t.d. á bæði gítar og fiðlu en samt er hægri höndin á henni frekar afmynduð.
Mér fannt sumar tökurnar á umhverfinu mjög flottar, sérstaklega í Alaska.
Ég finn ekki trailer, en það er einn hérna á heimasíðu myndarinnar:
http://www.aboutfacefilm.org/
Leikstjóri myndarinnar er Mary Katzke og myndin kom út 2009. Hún gerist að mestu leyti í Alaska, í bænum þar sem Gwendelin á heima, en við fylgjum líka Gwendelin í heimsókn til systur sinnar og að leita að mömmu sinni.
Þegar Gwen var 10 mánaða gömul fóru foreldrar hennar með hana í útilegu. Móðir hennar hafði átt erfitt andlega og faðir hennar hótaði að fara með hana á geðsjúkrahús ef hún tæki sér ekki tak. Þetta fór alveg með móðurina sem kastaði Gwen á bálköst sem þau voru búin að kveikja. Gwen brenndist sjúklega illa og það var ekki alveg vitað hvort hún myndi lifa þetta af. Móðir Gwen fór á geðsjúkrahús en eftir þetta afneitaði faðir Gwen konunni sinni sem leiddi til þess að þetta var í síðasta skipti sem Gwen hitti móður sína.
Myndin byrjar á viðtali við Gwen þegar hún er 14 ára, minnir mig, og svo er sýnt þegar hún reyndi að fremja sjálfsmorð 24 ára gömul, 2004. Hún komst nokkurn veginn áfallalaust í gegnum lífið þrátt fyrir þennan hræðilega atburð í æsku sem hefur háð henni mikið, en hérna virðist allur þessi bældi sársauki og vanlíðan bara springa út og hún reynir að fremja sjálfsmorð. Hún er strax greind með geðklofa og ofsóknarkennd og fyllt af dópi, í stað þess að fá almennilega sálfræðimeðferð í tengslum við hræðilega atburðinn í æsku hennar. Hún er flutt að heiman og var í skóla að læra tónlist, en datt út úr skóla eftir sjálfsvígstilraunina. Hún er í mjög litlu sambandi við föður sinn og er mjög einmana, en faðir hennar henti öllum bréfum sem Gwen fékk frá móður sinni þegar hún var lítil. Það sem hún þráir mest í lífinu er að hitta móður sína til að leita svara um atburðinn, eins og af hverju hún gerði þetta, en hún telur að það muni hjálpa sér að komast yfir þetta. Vandamálið er hins vegar að móðir hennar er týnd, en Gwen kemst að því að hún hefur reikað á milli skýla fyrir heimilislausa og geðsjúkrahúsa. Gwen kemst þó í samband við hálfsystur sína, eldri dóttur móður sinnar, sem hún hafði aldrei hitt og það hjálpar henni mikið, hún finnur að einhverjum þykir vænt um hana og vill hitta hana.
(hér sést hægri höndin á henni)
Þessi mynd höfðaði mikið til mín, mér finnst áhugavert að fylgjast með venjulegum manneskjum sem eru samt svo óvenjulegar út af einhverri reynslu sem ekki allir búa yfir. Það er líka hvetjandi að sjá hana halda áfram þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika, og að sjá hana bara lifa lífinu yfirleitt þrátt fyrir að eiga svona erfitt andlega. Hún spilar t.d. á bæði gítar og fiðlu en samt er hægri höndin á henni frekar afmynduð.
Mér fannt sumar tökurnar á umhverfinu mjög flottar, sérstaklega í Alaska.
Ég finn ekki trailer, en það er einn hérna á heimasíðu myndarinnar:
http://www.aboutfacefilm.org/
Monday, September 27, 2010
How I Ended This Summer - Riff
How I ended this summer er rússnesk mynd sem gerist á einangraðri eyju í Norður-Íshafinu. Aleksei Popogrebsky leikstýrir myndinni, en hann skrifar einnig handritið að henni. Sem sagt myndin fjallar um tvo menn sem búa einir á eyju þar sem er einhvers konar rannsóknarstöð eða eitthvað svoleiðis, amk eru þeirr alltaf að mæla hitastig og eitthvað. Sergei er búinn að vera á eyjunni í mörg ár, samt með hléum, og hann og konan hans voru saman þarna fyrir löngu. Hann hefur miklu meiri reynslu af verunni á eyjunni heldur en Pavel sem er kominn til eyjunnar til þess að skrifa ritgerð og að taka þátt í rannsóknarvinnunni. Sambandið á milli þeirra er frekar yfirborðskennt og maður skynjar að Pavel ber mikla virðingu fyrir Sergei enda er hann miklu eldri. Þegar Sergei fer einn daginn að veiða norður-heimsskautssilung í lóni annars staðar á eyjunni er Pavel einn á rannsóknarstofunni í nokkra daga. Einn daginn þegar hann er að fara að lesa upp tölur og fleira í talstöðina eins og þeir gera á hverjum degi, fær hann mikilvæg skilaboð sem varða Sergei. Þegar Sergei kemur til baka hefur Pavel það ekki í sér að segja honum þetta og afgangur myndarinnar fjallar að mestu um samband þeirra, hið erfiða líf á eyjunni og hvort og þá hvernig Pavel á að segja Sergei þessar fréttir.
Ég myndi segja að myndin væri frekar listræn, og mikil áhersla lögð á að sýna náttúruna á eyjunni. Landslagið er kuldalegt og þeir eru alltaf með byssu á sér þegar þeir eru úti ef þeir skyldu mæta ísbirni. Ekki er mikið um tónlist í myndinni og maður veit eiginlega ekki alltaf hvað er í gangi. Einstaka sinnum vantar líka texta, sem hjálpar ekki með skilninginn af því að ég kann ekkert í rússnesku nema da. Ég skildi líka ekkert hvað þetta geislavirka efni var að gera þarna. En jæja... myndin er í heildina mjög flott, sum skotin helst til löng en ég held að þau eigi að vera listræn, og kannski láta mann upplifa það hvernig er að vera þarna, þar sem er eiginlega ekkert að gera, hvað tíminn líður hægt.
Það er í raun ekki mikið meira hægt að segja um þessa mynd. Það er lítið talað í henni og hún er kannski ekki beint skemmtileg, en mér fannst hún áhugaverð og góð að því leiti. Frekar speisað að sjá hvernig þeir búa og hversu einangraðir þeir eru.
Ég myndi segja að myndin væri frekar listræn, og mikil áhersla lögð á að sýna náttúruna á eyjunni. Landslagið er kuldalegt og þeir eru alltaf með byssu á sér þegar þeir eru úti ef þeir skyldu mæta ísbirni. Ekki er mikið um tónlist í myndinni og maður veit eiginlega ekki alltaf hvað er í gangi. Einstaka sinnum vantar líka texta, sem hjálpar ekki með skilninginn af því að ég kann ekkert í rússnesku nema da. Ég skildi líka ekkert hvað þetta geislavirka efni var að gera þarna. En jæja... myndin er í heildina mjög flott, sum skotin helst til löng en ég held að þau eigi að vera listræn, og kannski láta mann upplifa það hvernig er að vera þarna, þar sem er eiginlega ekkert að gera, hvað tíminn líður hægt.
Það er í raun ekki mikið meira hægt að segja um þessa mynd. Það er lítið talað í henni og hún er kannski ekki beint skemmtileg, en mér fannst hún áhugaverð og góð að því leiti. Frekar speisað að sjá hvernig þeir búa og hversu einangraðir þeir eru.
Sunday, September 26, 2010
Cyrus - Riff
Cyrus var bara mjög fín mynd, alveg frekar fyndin og svoleiðis en alls ekki með betri myndum sem ég hef séð. Mér finnst Jonah Hill sem leikur Cyrus frekar fyndinn og skemmtilegur leikari, en hann festist kannski svolítið í sama hlutverkinu í þeim myndum sem hann leikur í. Mér fannst hann samt skila hlutverkinu vel sem hinn óþolandi og stórfurðulegi Cyrus. John C. Reilly er alltaf góður leikari og lék bara mjög vel í þessari mynd. Hann er frekar lúðalegur í útliti sem hjálpar til við túlkun hans á karakternum John. Marisa Tomei lék svo Molly, mömmu Cyrus, og tókst bara vel að sýna hvað Molly var spes. Catherine Keener fer svo með hlutverk fyrrverandi konu Johns, en hún er greinilega líka eini vinur hans. Jay og Mark Duplass leikstýra myndinni í sameiningu og skrifa einnig handritið saman.
Myndin fjallar sem sagt um hinn misheppnaða John, sem er líklega búinn að vera þunglyndur í sjö ár, eða síðan konan hans fór frá honum. Myndin byrjar í partýi þar sem við sjáum samtal á milli Johns og einhverrar konu, og hann er alveg að missa sig í að segja henni frá lífi sínu, hversu ömurlegt það er búið að vera síðustu árin og hvernig hann hefur haft það, en samt er hann að reyna að telja henni trú um að hann sé skemmtilegur og áhugaverður. Þetta er alveg frekar vandræðalegt og konan yfirgefur hann. Hann hittir síðan Molly og hún segist hafa heyrt þetta samtal og hrósar honum fyrir einlægnina. Síðan þegar John er að gera sig að fífli bjargar hún honum með því að gera sig líka að fífli, en einhvern veginn eru þau ekkert að gera sig að fífli þegar þau eru 2 að syngja og dansa því þá fara hinir líka að syngja og dansa, bara ef það er einhver einn sem er öðruvísi og ekki jafn stífur og hinir.
Molly og John byrja að hittast en þegar þau gista þá þarf hún alltaf að fara um nóttina. John eltir hana svo þegar hún fer eina nóttina og endar fyrir utan húsið hennar. Hann sofnar í bílnum en fer síðan aðeins að litast um í kringum húsið hennar þegar hann vaknar. Þar hittir hann svo Cyrus, son Mollyar, sem býður honum inn og fer að spjalla. Cyrus virðist bara vera ágætlega venjulegur í fyrstu, en þegar skórnir hans Johns finnast ekki daginn eftir fer manni að gruna að eitthvað sé ekki í lagi. Eftir þetta fara Cyrus og John að keppast um athygli Mollyar sem á frekar erfitt með að hætta að hugsa um 22 ára son sinn sem lítið barn.
John er frekar venjulegur, einmana maður sem hefur átt mjög erfitt. Maður finnur það næstum strax að hann vill bara að einhver vilji tala við hann og finnist hann áhugaverður, og maður vorkennir honum alveg frekar mikið. Molly hefur ekki mikil samskipti við aðra en Cyrus, og virðist langa til að hafa meiri samskipti við fólk á hennar aldri. Hún og Cyrus eru nær alltaf saman og maður sér það mjög snemma að samband þeirra er eitthvað afbrigðilegt, sérstaklega þegar myndin af henni að gefa honum brjóst þegar hann er orðinn frekar stór er sýnd. Hún er rosalega blind á það að Cyrus þurfi að fullorðnast og sjá um sig sjálfur þar sem hann er alltof háður mömmu sinni. Cyrusi finnst mjög erfitt þegar John kemur inn í líf mömmu sinnar og verður mjög afbrýðissamur þegar hann fær ekki alla hennar athygli. Hann fer að láta mjög barnalega og virðist vera mjög óþroskaður og byrjar að fara frekar mikið í taugarnar á manni en samt er hann fyndinn.
Það sem ég tók aðallega eftir við myndatökuna var þegar einhver persónan var sýnd og svo súmmað frekar hratt inn þegar hún fór að tala eða sýna tilfinningar. Þetta kom pínu undarlega út fannst mér. Tók líka eftir því að húðin á Marisu Tomei var næstum alltaf frekar græn eða gul, sem var líka pínu skrýtið. Annars tók ég ekkert sérstaklega eftir útliti myndarinnar þannig.
Myndin fjallar sem sagt um hinn misheppnaða John, sem er líklega búinn að vera þunglyndur í sjö ár, eða síðan konan hans fór frá honum. Myndin byrjar í partýi þar sem við sjáum samtal á milli Johns og einhverrar konu, og hann er alveg að missa sig í að segja henni frá lífi sínu, hversu ömurlegt það er búið að vera síðustu árin og hvernig hann hefur haft það, en samt er hann að reyna að telja henni trú um að hann sé skemmtilegur og áhugaverður. Þetta er alveg frekar vandræðalegt og konan yfirgefur hann. Hann hittir síðan Molly og hún segist hafa heyrt þetta samtal og hrósar honum fyrir einlægnina. Síðan þegar John er að gera sig að fífli bjargar hún honum með því að gera sig líka að fífli, en einhvern veginn eru þau ekkert að gera sig að fífli þegar þau eru 2 að syngja og dansa því þá fara hinir líka að syngja og dansa, bara ef það er einhver einn sem er öðruvísi og ekki jafn stífur og hinir.
Molly og John byrja að hittast en þegar þau gista þá þarf hún alltaf að fara um nóttina. John eltir hana svo þegar hún fer eina nóttina og endar fyrir utan húsið hennar. Hann sofnar í bílnum en fer síðan aðeins að litast um í kringum húsið hennar þegar hann vaknar. Þar hittir hann svo Cyrus, son Mollyar, sem býður honum inn og fer að spjalla. Cyrus virðist bara vera ágætlega venjulegur í fyrstu, en þegar skórnir hans Johns finnast ekki daginn eftir fer manni að gruna að eitthvað sé ekki í lagi. Eftir þetta fara Cyrus og John að keppast um athygli Mollyar sem á frekar erfitt með að hætta að hugsa um 22 ára son sinn sem lítið barn.
John er frekar venjulegur, einmana maður sem hefur átt mjög erfitt. Maður finnur það næstum strax að hann vill bara að einhver vilji tala við hann og finnist hann áhugaverður, og maður vorkennir honum alveg frekar mikið. Molly hefur ekki mikil samskipti við aðra en Cyrus, og virðist langa til að hafa meiri samskipti við fólk á hennar aldri. Hún og Cyrus eru nær alltaf saman og maður sér það mjög snemma að samband þeirra er eitthvað afbrigðilegt, sérstaklega þegar myndin af henni að gefa honum brjóst þegar hann er orðinn frekar stór er sýnd. Hún er rosalega blind á það að Cyrus þurfi að fullorðnast og sjá um sig sjálfur þar sem hann er alltof háður mömmu sinni. Cyrusi finnst mjög erfitt þegar John kemur inn í líf mömmu sinnar og verður mjög afbrýðissamur þegar hann fær ekki alla hennar athygli. Hann fer að láta mjög barnalega og virðist vera mjög óþroskaður og byrjar að fara frekar mikið í taugarnar á manni en samt er hann fyndinn.
Það sem ég tók aðallega eftir við myndatökuna var þegar einhver persónan var sýnd og svo súmmað frekar hratt inn þegar hún fór að tala eða sýna tilfinningar. Þetta kom pínu undarlega út fannst mér. Tók líka eftir því að húðin á Marisu Tomei var næstum alltaf frekar græn eða gul, sem var líka pínu skrýtið. Annars tók ég ekkert sérstaklega eftir útliti myndarinnar þannig.
Sunday, September 19, 2010
Maraþonmyndin
Við hittumst tveimur dögum fyrir tökudag og reyndum að koma með drög að handriti. Það gekk ekkert sérstaklega vel, fundum upp á einu og einu fyndnu atriði sem pössuðu síðan ekkert saman.
Svo kom grunnhugmyndin daginn eftir og við unnum bara út frá henni á tökudaginn sjálfan.
Á tökudaginn töluðum við fyrist svolítið um myndina, skipulögðum atriðin sem gerast við bekkinn og gerðum textaspjöldin fyrir fyrri hluta myndarinnar. Eins og við mátti búast tóku fyrstu tökurnar lengstan tíma af því að þá vorum við að læra á myndavélina og hvernig væri best að stilla þrífótinn og svona. Það tók líka tíma að skipuleggja hverja töku nánar og svo þurftum við að taka flestar tökurnar oftar en einu sinni, og sérstaklega þessar fyrstu, af því að þá kunnum við ekki alveg inn á hversu langt við þurftum að spóla til baka til þess að klippingin heppnaðist. Við vildum að myndin yrði amk pínu fyndin og súr, en samt líka ágætlega vel gerð miðað við aðstæður. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega, seinni hluti myndarinnar er samt óvandaðri en sá fyrri en klukkan var orðin svo margt og við vorum að fara í próf daginn eftir þannig að allir voru frekar stressaðir. Við lentum í smá veseni með að finna tökustað fyrir slaginn af því að þá var orðið svo dimmt úti, en fundum svo þennan fína stað fyrir utan Hagkaup á Eiðistorgi.
Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma, hélt að þetta yrðu í mesta lagi svona 5 tímar en við vorum ca. 10 tíma að þessu með kvöldmatarpásu. Eyddum líka miklum tíma í að reyna að finna út hvernig við ættum að setja tónlist inn á myndina og að reyna að finna einhverja snúru sem gæti virkað en enduðum svo á því að döbba bara myndina með hljóðnemanum sem kom reyndar betur út en ég bjóst við.
Hinar myndirnar voru mjög fínar og gaman að sjá hvað allar myndirnar voru ólíkar.
Svo kom grunnhugmyndin daginn eftir og við unnum bara út frá henni á tökudaginn sjálfan.
Á tökudaginn töluðum við fyrist svolítið um myndina, skipulögðum atriðin sem gerast við bekkinn og gerðum textaspjöldin fyrir fyrri hluta myndarinnar. Eins og við mátti búast tóku fyrstu tökurnar lengstan tíma af því að þá vorum við að læra á myndavélina og hvernig væri best að stilla þrífótinn og svona. Það tók líka tíma að skipuleggja hverja töku nánar og svo þurftum við að taka flestar tökurnar oftar en einu sinni, og sérstaklega þessar fyrstu, af því að þá kunnum við ekki alveg inn á hversu langt við þurftum að spóla til baka til þess að klippingin heppnaðist. Við vildum að myndin yrði amk pínu fyndin og súr, en samt líka ágætlega vel gerð miðað við aðstæður. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega, seinni hluti myndarinnar er samt óvandaðri en sá fyrri en klukkan var orðin svo margt og við vorum að fara í próf daginn eftir þannig að allir voru frekar stressaðir. Við lentum í smá veseni með að finna tökustað fyrir slaginn af því að þá var orðið svo dimmt úti, en fundum svo þennan fína stað fyrir utan Hagkaup á Eiðistorgi.
Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma, hélt að þetta yrðu í mesta lagi svona 5 tímar en við vorum ca. 10 tíma að þessu með kvöldmatarpásu. Eyddum líka miklum tíma í að reyna að finna út hvernig við ættum að setja tónlist inn á myndina og að reyna að finna einhverja snúru sem gæti virkað en enduðum svo á því að döbba bara myndina með hljóðnemanum sem kom reyndar betur út en ég bjóst við.
Hinar myndirnar voru mjög fínar og gaman að sjá hvað allar myndirnar voru ólíkar.
Monday, September 13, 2010
The Ghost Writer
Ég fór á The Ghost Writer um helgina, og í heildina fannst mér hún bara nokkuð góð. Með aðalhlutverkin fara Ewan McGregor sem mér hefur alltaf fundist frekar góður, Pierce Brosnan sem ég hef aldrei fílað sérstaklega en var bara ágætur í þssari mynd, Kim Cattrall sem er lúmskt góð leikona og Olivia Williams sem var bara mjög fín í An Education. Hinn umdeildi og vafasami Roman Polanski er leikstjóri myndarinnar en hún er byggð á skáldsögu eftir Robert Harris sem lagaði hana einnig að hvíta tjaldinu.
Roman Polanski er góður leikstjóri, það er bara staðreynd. Þessi mynd er samt ekki beint meistaraverk og alls ekki hans besta verk, en hún er samt mjög spennandi og frekar óvænt. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfsævisagnahöfund (ghost writer), sem hefur ekki beint fengið spennandi verkefni upp á síðkastið, en er núna ráðinn til að klára og lagfæra sjálfsævisögu Adams Lang, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Það er margt dularfullt við það verkefni en það dularfyllsta er hvernig dauða fyrirrennara hans bar að. Adam Lang býr núna í Bandaríkjunum ásamt konu sinni og aðstoðarmönnum á einangraðri eyju og þangað þarf höfundurinn að flytjast á meðan sjálfsævisagan er skrifuð. Strax á öðrum degi höfundarins á eyjunni er Lang sakaður um að hafa framið stríðsglæpi og þá fara málin að flækjast. Fjölmiðlamenn þyrpast til eyjarinnar og höfundurinn neyðist til að flytja inn til Langs og co. Kona Langs, Ruth, er kaldur og ákveðinn karakter, og maður fær það á tilfinninguna nærri því í upphafi að hún sé í raun klárari og mun betri stjórnmálamaður en maðurinn hennar. Það er greinilega mjög kalt á milli hennar og aðstoðarkonu Langs, og það skapar stundum frekar vandræðalegar aðstæður. Hún leitar í félagsskap höfundarins sem treystir henni og að sama skapi treysta áhorfendur henni.Hann kemst á snoðir um hluti sem hann ætti ekki að vita neitt um og eftir það getur hann ekki hætt að velta sér upp úr hlutunum, og sérstaklega ekki dauða fyrirrennara síns.
Mér finnst pínu skemmtilegt að við komumst aldrei að því hvað höfundurinn heitir en ég tók ekki nærri því strax eftir því. Lúkkið á myndinni er frekar flott, sérstaklega skotin sem eru tekin á eyjunni, bæði inni í húsinu og úti. Húsið er frekar sérkennilegt, kassalaga og kalt og allt er súper ,,stylish" sem gefur því svolítið óhugnanlegt yfirbragð. Flottustu skotin voru svo á ströndinni. Yfirbragðið á þeim er mjög drungalegt, það er alltaf rok og oftast rigning, fáir á ferli og eyjan virkar mjög einangruð.
Það sem fór mest í taugarnar á mér við myndina var lokaatriðið, og þá sérstaklega það sem er akkúrat að gerast á þessari mynd:
Ég vil ekki koma með neinn spoiler, en þetta var bara eitthvað svo fáránlegt og ótrúverðugt. Það myndi klárlega enginn gera svona í alvörunni, nema honum væri bara alveg sama um líf sitt, öryggi og sannleikann. Það getur verið að ég sé að láta þetta trufla mig aðeins of mikið en amk ef ég væri hann hefði ég aldrei gert þetta.
Myndin er klárlega ádeila á Tony Blair og samband hans við Bandaríkin.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna í myndinni líkist meira að segja Condolezzu Rice. Myndin deilir líka á ólöglegt fangaflug og ólöglegar pyntingar CIA sem mér finnst frekar gott, það gefur myndinni kannski aðeins meiri dýpt.
The Ghost Writer trailer
Roman Polanski er góður leikstjóri, það er bara staðreynd. Þessi mynd er samt ekki beint meistaraverk og alls ekki hans besta verk, en hún er samt mjög spennandi og frekar óvænt. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfsævisagnahöfund (ghost writer), sem hefur ekki beint fengið spennandi verkefni upp á síðkastið, en er núna ráðinn til að klára og lagfæra sjálfsævisögu Adams Lang, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Það er margt dularfullt við það verkefni en það dularfyllsta er hvernig dauða fyrirrennara hans bar að. Adam Lang býr núna í Bandaríkjunum ásamt konu sinni og aðstoðarmönnum á einangraðri eyju og þangað þarf höfundurinn að flytjast á meðan sjálfsævisagan er skrifuð. Strax á öðrum degi höfundarins á eyjunni er Lang sakaður um að hafa framið stríðsglæpi og þá fara málin að flækjast. Fjölmiðlamenn þyrpast til eyjarinnar og höfundurinn neyðist til að flytja inn til Langs og co. Kona Langs, Ruth, er kaldur og ákveðinn karakter, og maður fær það á tilfinninguna nærri því í upphafi að hún sé í raun klárari og mun betri stjórnmálamaður en maðurinn hennar. Það er greinilega mjög kalt á milli hennar og aðstoðarkonu Langs, og það skapar stundum frekar vandræðalegar aðstæður. Hún leitar í félagsskap höfundarins sem treystir henni og að sama skapi treysta áhorfendur henni.Hann kemst á snoðir um hluti sem hann ætti ekki að vita neitt um og eftir það getur hann ekki hætt að velta sér upp úr hlutunum, og sérstaklega ekki dauða fyrirrennara síns.
Mér finnst pínu skemmtilegt að við komumst aldrei að því hvað höfundurinn heitir en ég tók ekki nærri því strax eftir því. Lúkkið á myndinni er frekar flott, sérstaklega skotin sem eru tekin á eyjunni, bæði inni í húsinu og úti. Húsið er frekar sérkennilegt, kassalaga og kalt og allt er súper ,,stylish" sem gefur því svolítið óhugnanlegt yfirbragð. Flottustu skotin voru svo á ströndinni. Yfirbragðið á þeim er mjög drungalegt, það er alltaf rok og oftast rigning, fáir á ferli og eyjan virkar mjög einangruð.
Það sem fór mest í taugarnar á mér við myndina var lokaatriðið, og þá sérstaklega það sem er akkúrat að gerast á þessari mynd:
Ég vil ekki koma með neinn spoiler, en þetta var bara eitthvað svo fáránlegt og ótrúverðugt. Það myndi klárlega enginn gera svona í alvörunni, nema honum væri bara alveg sama um líf sitt, öryggi og sannleikann. Það getur verið að ég sé að láta þetta trufla mig aðeins of mikið en amk ef ég væri hann hefði ég aldrei gert þetta.
Myndin er klárlega ádeila á Tony Blair og samband hans við Bandaríkin.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna í myndinni líkist meira að segja Condolezzu Rice. Myndin deilir líka á ólöglegt fangaflug og ólöglegar pyntingar CIA sem mér finnst frekar gott, það gefur myndinni kannski aðeins meiri dýpt.
The Ghost Writer trailer
Thursday, August 26, 2010
Uppáhalds
Þetta er mjög erfitt verkefni þar sem ég þjáist af alvarlegum valkvíða, en ég ætla að skella inn einhverjum myndum sem gætu talist sem uppáhalds. Þeim verður ekki raðað eftir því hver mér finnst best af þeim, heldur verða þær bara í handahófskenndri röð.
Lost in Translation
Það er eitthvað við þessa mynd sem er virkilega heillandi. Fyrsta myndin sem ég sá eftir Sofia Coppola var The Virgin Suicides, sem mér fannst mjög góð, en þegar ég sá Lost in Translation varð ég ennþá hrifnari af verkum hennar. Það skemmir ekki fyrir myndinni að Bill Murray og Scarlett Johansson fari með aðalhlutverkin, en það sem mér fannst flottast við hana var tónlistin og hvernig tónlistin hjálpar manni að komast inn í tilfinningar persónanna. Þetta er frekar dramatísk mynd sem fjallar að miklu leyti um mannleg samskipti, en mér finnst það mjög áhugavert efni.
Seven
Þessi mynd inniheldur besta kvikmyndaplott sem ég hef séð. Hún var sjúklega spennandi og fékk mann til að hugleiða ýmisleg siðferðisleg gildi og að hugsa heimspekilega. Morgan Freeman er í miklu uppáhaldi hjá mér og leikur Brad Pitt kom mér eiginlega á óvart. Það er flest frekar ógeðfellt og drungalegt við þessa mynd, líka lúkkið, en samt eru svo miklar pælingar á bakvið allt að maður gæti aldrei haldið fyrir augun eða hætt að horfa.
Howl´s Moving Castle
Þetta er uppáhalds Miyazaki myndin mín, en Spirited Away er ekki langt frá því að vera það. Tónlistin spilar aftur stórt hlutverk í þessari mynd og söguþráðurinn er mjög fallegur og allt lúkkið líka. Uppáhalds persónan mín er talandi eld-djöfull sem Billy Crystal talar fyrir og lífgar hann mjög upp á myndina. Söguþráðurinn og boðskapurinn eru frekar barnalegir og einfaldir en ná því að verða fallegir og áhugaverðir í stað þess að verða asnalegir og pirrandi.
Moon
Sá þessa mynd á síðustu kvikmyndahátíð Græna ljóssins í Regnboganum. Kannski hefur það hvað ég hef mikinn áhuga á stjörnufræði og tunglinu að þessi mynd er á þessum lista, eða þá að þetta var með síðustu myndunum sem ég sá í gamla góða Regnboganum. Allavega þá voru mörg alveg sjúklega flott skot af tunglinu og jörðinni í geimnum í myndinni og tónlistin byggði enn og aftur upp sérstaka stemningu. Plottið er líka gott, og söguþráðurinn er að vissu leyti ádeila á stórfyrirtæki, t.d. hversu lítils virði líf fólks eru fyrir þeim. Mér fannst Moon frekar óhugnanleg, bara tilhugsunin við það að vera aleinn á tunglinu lætur mig fá gæsahúð og maður skilur vel þegar Sam fer að missa sig, og hefur mikla samúð með honum.
The Princess Bride
Ákvað að setja inn eina gaman/ævintýramynd til að gera þetta fjölbreyttara. Húmorinn í þessari mynd höfðar fullkomlega til mín og ég hló næstum alla myndina. Söguþráðurinn er skemmtilegur og þó svo að hann sé frekar dæmigerður þá eru alls konar litlir auka hlutir sem gera myndina skrýtna, öðruvísi og að því sem hún er. Persónurnar eru flestar litríkar og skemmtilegar og halda myndinni vel uppi.
Aðrar myndir sem ég gæti alveg eins verið hér í staðinn fyrir þessar eru t.d.:
Amélie, Spirited Away, Grave of the Fireflies, The Virgin Suicides, The Shawshank Redemption, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Donnie Darko, Little Miss Sunshine og fleiri.
Lost in Translation
Það er eitthvað við þessa mynd sem er virkilega heillandi. Fyrsta myndin sem ég sá eftir Sofia Coppola var The Virgin Suicides, sem mér fannst mjög góð, en þegar ég sá Lost in Translation varð ég ennþá hrifnari af verkum hennar. Það skemmir ekki fyrir myndinni að Bill Murray og Scarlett Johansson fari með aðalhlutverkin, en það sem mér fannst flottast við hana var tónlistin og hvernig tónlistin hjálpar manni að komast inn í tilfinningar persónanna. Þetta er frekar dramatísk mynd sem fjallar að miklu leyti um mannleg samskipti, en mér finnst það mjög áhugavert efni.
Seven
Þessi mynd inniheldur besta kvikmyndaplott sem ég hef séð. Hún var sjúklega spennandi og fékk mann til að hugleiða ýmisleg siðferðisleg gildi og að hugsa heimspekilega. Morgan Freeman er í miklu uppáhaldi hjá mér og leikur Brad Pitt kom mér eiginlega á óvart. Það er flest frekar ógeðfellt og drungalegt við þessa mynd, líka lúkkið, en samt eru svo miklar pælingar á bakvið allt að maður gæti aldrei haldið fyrir augun eða hætt að horfa.
Howl´s Moving Castle
Þetta er uppáhalds Miyazaki myndin mín, en Spirited Away er ekki langt frá því að vera það. Tónlistin spilar aftur stórt hlutverk í þessari mynd og söguþráðurinn er mjög fallegur og allt lúkkið líka. Uppáhalds persónan mín er talandi eld-djöfull sem Billy Crystal talar fyrir og lífgar hann mjög upp á myndina. Söguþráðurinn og boðskapurinn eru frekar barnalegir og einfaldir en ná því að verða fallegir og áhugaverðir í stað þess að verða asnalegir og pirrandi.
Moon
Sá þessa mynd á síðustu kvikmyndahátíð Græna ljóssins í Regnboganum. Kannski hefur það hvað ég hef mikinn áhuga á stjörnufræði og tunglinu að þessi mynd er á þessum lista, eða þá að þetta var með síðustu myndunum sem ég sá í gamla góða Regnboganum. Allavega þá voru mörg alveg sjúklega flott skot af tunglinu og jörðinni í geimnum í myndinni og tónlistin byggði enn og aftur upp sérstaka stemningu. Plottið er líka gott, og söguþráðurinn er að vissu leyti ádeila á stórfyrirtæki, t.d. hversu lítils virði líf fólks eru fyrir þeim. Mér fannst Moon frekar óhugnanleg, bara tilhugsunin við það að vera aleinn á tunglinu lætur mig fá gæsahúð og maður skilur vel þegar Sam fer að missa sig, og hefur mikla samúð með honum.
The Princess Bride
Ákvað að setja inn eina gaman/ævintýramynd til að gera þetta fjölbreyttara. Húmorinn í þessari mynd höfðar fullkomlega til mín og ég hló næstum alla myndina. Söguþráðurinn er skemmtilegur og þó svo að hann sé frekar dæmigerður þá eru alls konar litlir auka hlutir sem gera myndina skrýtna, öðruvísi og að því sem hún er. Persónurnar eru flestar litríkar og skemmtilegar og halda myndinni vel uppi.
Aðrar myndir sem ég gæti alveg eins verið hér í staðinn fyrir þessar eru t.d.:
Amélie, Spirited Away, Grave of the Fireflies, The Virgin Suicides, The Shawshank Redemption, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Donnie Darko, Little Miss Sunshine og fleiri.
Subscribe to:
Posts (Atom)